Handteknir vegna leikfangabyssa og flugelda

Enn á ný ber Mogginn bansetta þvælu á borð fyrir fréttaþyrsta Íslendinga. Blaðamaðurinn vitnar í grein The Guardian og það er því við hæfi að birta hana hér, svo áhugasamir geti séð hvurs konar rangfærslur og útúrsnúninga Mogginn er að birta:

Guardian

Eins og fram kemur hjá The Guardian fundust ekki "vopn" heldur "imitation" vopn, þ.e. leikfangabyssur. Sprengiefnin voru smá hvellhettur gerðar úr flugeldum. Vissulega getur þetta svosem talist sem sprengiefni en Mogginn lætur þetta hljóma eins og hjá aktivistunum fimm hafi verið staflar af dýnamíti eða þaðan af verra, ekki smá hávaðabombur úr flugeldapúðri.

Það kemur heldur ekki fram á hvaða forsendum fimm-menningunum er haldið en það ætti jú að snerta margar íslenskar taugar því það eru margumræddu hryðjuverkalögin bresku sem leyfa stjórnvöldum að handtaka og halda fólki fyrir að eiga leikfangabyssur, flugelda og "material related to political ideology", m.ö.o. bækur, tímarit eða bæklinga sem fjalla um pólitísk mál. Ótrúlegt að slíkt finnist í fórum stúdenta. Ónei, þvílíkir glæpamenn!

Ótrúleg þessi hystería sem hægt er að vekja upp með því að tilkynna valdsmannslega að "búast megi við ofbeldi" og að "hryðjuverkamenn séu á stjá."


mbl.is Handteknir vegna vopnafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband