Breytingar á stillingum

Upphaflega ætlun mín var að leyfa öllum að kommenta á bloggfærslur mínar án þess að þurfa að staðfesta netfang eða annað slíkt. Það endurspeglaði þá hugsanlega barnalegu skoðun mína að fólk sé fært um málefnalega umræðu og beri einhvern vott af virðingu og skynsemi. Það reyndist ekki rétt hjá mér. Í ljósi þess að í kjölfar fyrstu færslu minnar sem tengd er við frétt komu yfir 20 athugasemdir á nokkrum klukkustundum, sem sumar voru uppfullar af níð, móðgunum, aðdróttunum, niðrandi athugasemdum og fleiru í þeim dúr, hef ég ákveðið að breyta þessum stillingum. Ég nenni ekki að standa í því að lesa endalausan flaum af níðingshætti og persónulegum árásum og aðdróttunum. Við getum verið ósammála og rifist fram í rauðan dauðan en vinsamlegast sýnið smá vott af skynsemi og virðingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki láta þetta draga úr þér kjark að skrifa hvað þér finnst. Það eru allt of fáir bloggarar "þarna úti" sem geta rökstutt skoðanir sínar eða allavega stutt mál sitt /svarað fyrir sig án persónulegra árása og niðrandi athugasemda. Maður lærir bara með tímanum að hunsa slík blogg /athugasemdir. Svo verður maður líka að muna að ef fólk getur bara talað með rassgatinu þá er það nú yfirleitt af því að það kann hreinlega ekki að rökræða / finnur engin góð rök eða nennir ekki að leita að þeim. Það segir þá mest um það sjálft.

Alda Berglind (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband