19.10.2008 | 12:09
Fyrsta færslan - kynning
Aldrei bjóst ég við því að ég myndi fá mér Moggablogg. Ekki miðað við það hvað ég hef blótað moggabloggurum í sand og ösku í gegnum tíðina. En svona er lífið. Maður veit aldrei hvað gerist.
Svona sem fyrsta færsla þá ætla ég bara að kynna mig. Ég heiti Vilhelm Vilhelmsson, er fæddur 1980 og er því 28 ára gamall. Ég er að læra sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla og nýt þess vel. BA-gráðan er innan seilingar og eftir það verður líklegast farið heim til Íslands svo ég geti verið hjá minni heittelskuðu.
Skoðanir mínar á stjórnmálum, samfélaginu, siðfræði og heimspeki mundu víst teljast sem "óhefðbundnar" þó mér finnist þær auðvitað sjálfsagðar og rökréttar. Hugmyndafræðilega séð tengi ég mig oftast við anarkisma, en forðast þó að festa mig of mikið í hugmyndafræðilegar skorður. Ég hef óbeit á þjóðrembu og þjóðernishyggju, kynþáttafordómum og hatri, hómófóbíu, karl- og kvenrembu og dýramismunun (speciesism). Sérstakt hatur ber ég þó til íhaldssemi af öllum toga. Engu að síður lemur gagnrýni mín, líkt og hinna rússnesku níhilista 19. aldarinnar, bæði til hægri og vinstri og ég sé enga ástæðu til þess að hlífa mönnum eða flokkum bara vegna þess að ég hallast á sömu skoðanir og þeir.
Helstu áhugamál mín eru sagnfræði, stjórnmál, heimspeki (siðfræði) og bækur. Skrifin hér munu endurspegla það.
Athugasemdir
Ég er greinilega ekki sú eina sem er glæný hér í moggablogginu
Hef nú verið mikið hugsi til þín Villi minn þessa dagana og sakna þín reyndar soldið en ég ákvað að athuga hvort þér væruð að blogga í moggablogginu, og viti menn ég fann den
Svo þér eruð í Danmörku og klára námið, sem er bara æði, gangi den bara æðislega vel, den er rosalega duglegur!! Ég er á minni sjöttu braut núna eða eitthvað álíka hihi..
En já við litla fjölskyldan erum flutt vestur og allt gengur vel hér í rólegheitunum, veit voða lítið hvað skal meira segja.. bara stór kveðja til þín krúsí
Berglind Eva
Berglind Eva Björgvinsdóttir, 1.11.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.