Þetta er svo mikil þvæla

Þetta er eitthvað það fáránlegasta og þjóðrembulegasta framtak sem ég veit um. Hafa forsvarsmenn þessarar vefsíðu/undirskriftasöfnunar eitthvað velt því fyrir sér af hverju þessum lögum var beitt? Að þúsundir breskra sparifjáreigenda (að ég tali ekki um heilu sveitarfélögin) sáu fram á að glata þarna öllum sínum sparnaði? Eða er þjóðremban svo blindandi í Íslandi í dag að menn eru gjörsamlega ófærir um að setja sig í spor annarra (þ.e. þeirra sem ekki eru sömu þjóðar)? Hvernig hefðu Íslendingar brugðist við (bæði stjórnvöld og almenningur) ef borðunum væri snúið? Ef íslenskir sparifjáreigendur, heilu sveitarfélögin og ýmsar stofnanir hefðu glatað miljörðum vegna þess að breskur banki hefði farið á hausinn og bresk stjórnvöld neituðu að tryggja íslenskar inneignir í þeim banka? 

Já, þetta var að hluta til bara pólitískt bellibragð af hálfu Brown til þess að auka eigið fylgi, já þessu máli hefði verið hægt að ljúka á diplómatískan hátt af hálfu stjórnvalda beggja megin borðs. EN það má ekki gleyma þætti íslenskra ráðamanna í því að þeim möguleika var fleygt fyrir borð. Og þeirri staðreynd að eitthvað varð að gera til að vernda sparifé breskra einstaklinga, stofnana og sveitarfélaga.

Þar fyrir utan er svo stíll herferðar þeirra indefence.is manna illilega litaður af öfgakenndri þjóðrembu og (dare I say it?) rasisma. Þessar myndir, orðræðan sem notuð er ("Do we look like terrorists?" o.s.frv.) gefa til kynna að terrorista sé hægt að þekkja á útliti, sem gefur aftur til kynna að einungis "litaðir" einstaklingar (lesist: múslimar) séu hryðjuverkamenn, að hvítt fólk með ljóst hár geti ekki verið terroristar.

Og af hverju er talað um frystingu íslenskra eigna í Bretlandi sem atlögu að íslenskum almenningi? Af hverju er íslenskur almenningur, sem upp til hópa á engar eignir á Bretlandseyjum, að æsa sig yfir þessu? Ekki tek ég því persónulega þó bresk stjórnvöld frysti eignir einhverja íslenskra auðjöfra, sama hvaða löggjöf þeir nota til þess.

Hvernig væri að einblína á að leysa vandamálin heima fyrir, finna orsakir heima fyrir, sem hægt er að leysa, frekar en að reyna að klína allri ábyrgð á Gordon Brown, einhvern sem hefur ósköp fátt með hið alíslenska, heimaræktaða kreppuvandamál að gera og getur ennþá síður leyst það.


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

því miður er þetta framtak sponsað af sjálfstæðisflokknum.. wonder why

Johann Trast Palmason, 29.10.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Léleg aulafyndni

Sigurður Þorsteinsson, 29.10.2008 kl. 20:27

3 identicon

Barnaleg athugasend hjá þér.  Ég er í fyrirtæki með 100 starfsmönnum með viðskiptum / útflutningi til UK.  Varfærið fyrirtæki með eingöngu háskólamenntaða starfsmenn.  Við verðum fyrir gríðarlegu mótlæti vegna athafna manna frá Íslandi sem tengjast okkur ekkert og viðbragða stjórnvalda þar.

 Íslensk stjórnvöld gera ekkert til varnar okkur - við sjáum þetta sem mikla hjálp, vekur menn til umhugsunar að það eru líka aðilar sem eru fórnarlömb.  Gott framtak hjá þessu fólki.

Við erum hluti þeirra saklausu áhorfanda af þessum leik.  Það hafa hjá okkur hundrað háskólamenntaðra manna atvinnu sína og framfæri að því að okkur takist að svara fyrir okkur.  Við erum að líða fyir landa okkar að ósekju.

 Þú þarft að endurhugsa þína afstöðu, hún er röng.

eval (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:35

4 identicon

Það er enginn að tala um það að þeir hefðu ekki átt að frysta þessa eignir. Málið er að þeir notuðu lög um hryðjuverk sem eru ekki til þess gerð til að nota í svona tilfellum. Það var talað um þegar það var verið að setja þessi hryðjuverkalög að þeir væru hræddir um að þau yrðu misnotuð sem kom svo á daginn. Það á að mótmæla að þessari lagasettning hafi verið beitt. En ég skil vel að þeir hafi viljað verja sitt og sína en ekki fara þessa leið.

ókunn (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:38

5 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Sammála Vilhelm. Það hefði verið nær að eyða orkunni í pakkið sem situr hér við völd en einhverja þjóð úti í heimi sem hafði, þegar öllu er á botninn hvolft, minnst með hrunið að gera af öllum..... heimatilbúin vandamál okkar hverfa ekkert þó Brown og Darling séu verja eigin þegna.

Okkar eigin stjórnvöld eru terroristar - við ættum að fara að dæmi Bretanna og beita hryðjuverkalögum hérna heima.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 29.10.2008 kl. 20:40

6 identicon

Þú misstir greinilega af því að Íslensk stjórnvöld voru búin að gefa það skýrt til kynna að þau myndu standa við allar sínar skuldbindingar (sem mynduðust við fall Icesave) áður en lögin voru sett á, Bresk stjórnvöld hundsuðu það og lugu því að Íslendingar hefðu sagst ekkert borga.  Viðræður um bankavandamálin voru í gangi áður en lögin voru sett á.  Lögin sem Bretar notuðu flýttu ekki fyrir því að Breskir sparifjáreigendur fengju það sem þeir áttu í Icesave útborgað, þvert á móti það seinkar því.  Að auki hefðu eignir Landsbankans farið langt með að duga til að endurgreiða skuldirnar áður en lögin voru sett á en eftir það hraðminnkaði verðgildi þeirra eigna og því verður að slá lán út um allt til að borga.  Lögin eru íþyngjandi fyrir öll Íslensk útflutningsfyrirtæki og það er nánast ekki hægt að flytja út vörur því greiðslur berast ekki til Íslands.

Bretar þurftu ekki að setja þessi lög á þeir gátu einfaldlega samið við Íslensk stjórnvöld á nákvæmlega sama máta og Hollendingar gerðu strax.  Mikið fljótlegra og snyrtilegra.  Ekki satt?

Það sem Bretar gerðu er bara beinlínis rangt og þeir stimpluðu þjóðina sem hryðjuverkamenn og þjófa.   Mér er sama hvernig þeir reyna að klóra í bakkann og fegra sínar aðgerðir þetta er bara staðreynd. 

Jón H. Þórisson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:43

7 identicon

Þetta sýst alls ekki um þjóðrembu. Þetta snýst um að hryðjuverkalög voru sett á öll íslensk fjármálafyrirtæki á Bretlandi vegna þess að eitt þeirra átti í vandræðum. Öll gögn sýna einnig að íslensk stjórnvöld neituðu aldrei að standa við lagalegar skuldbindingar sínar. Þvert á móti. Það þykir einnig sýnt að Kaupþing hefði aldrei rúllað ef Bretarnir hefðu ekki fryst það eins og Landsbankann. 

Svalur (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:45

8 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Vilhelm.

Ég er að velta fyrir mér hvort þú gerir þér grein fyrir Terrorista lögum yfir höfuð og tl hvers þau voru sett.  Þú verður að athuga það að við erum í NATO ásamt Bretum.  Þessi lög eiga ekkert með bankahrun að gera.  Þau eru sett til að sporna við þjóðarörruggi aðildarþjóða.  Auðvitað er sárt að fullt af fólki er að missa sparifé sitt,en þegar þetta fólk lagði inn fé þá var það að taka áhættu það er alltaf svoleiðis þegar fólk er að elta hávaxta reikninga eða hlutabréfa sjóði.  Þessi meðferð hjá Bretum er út í hött og aftur sannast spakmælið.

Svo skal ekki böl bæta, og benda á annan.

Það er alltaf til samningaleiðir og það var búið að segja þeim að Íslenska þjóðin myndi bæta sparifjáreigendum tjón sitt samkvæmt lögum sem þessar þjóðir voru búnar að samþykkja allar saman.

Ég vil leyfa mér að efast um að Bretar hefðu beitt þessum lögum við einhverja aðra þjóð eins og t.d. Þjóðverjum eða Frökkum.

Þetta er frábært framtak hjá aðstandendum þessarar síðu.

Einar Vignir Einarsson, 29.10.2008 kl. 20:51

9 identicon

Þetta er svo týbískt íslenskt. kvartandi yfir að einhver geri eitthvað til að mótmæla. búúúhúúú! "eyða frekar orkunni í eitthvað annað merkara", "gera þetta frekar svona og hinsegin".  Hvar eru þessar stórkostlegu pælingar hjá ykkur? Mesti aumingjaskapur að væla yfir framtaksemi annara. Ég segi Húrra fyrir indefence.is

Bjaddni (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:51

10 identicon

Þessi færsla hjá þér verður að teljast ein almesta þvæla sem ég hef lesið síðastliðið ár. Legg til að þú hættir sagnfræðináminu og finnir þér eh sem hæfir þínum þankagangi.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:52

11 Smámynd: Vilhelm Vilhelmsson

Kæri "eval"

Takk fyrir athugasemdina, sem er málefnaleg og góð (fyrir utan það að hefja hana á því að kalla mig "barnalegan", en látum það liggja milli hluta). Ég dreg það ekki í efa að þetta framtak getur verið hjálp fyrir fyrirtæki eins og þitt. En ætti reiði Íslendinga ekki að beinast að þeim íslensku stjórnvöldum sem gera ykkur "ekkert til varnar" eins og þú segir. Ætti athyglin ekki að beinast að þeim sem íslendingar geta haft áhrif á, aðstæðum, einstaklingum og stofnunum sem eru fulltrúar íslendinga í stað þess að beina sinni athygli að einhverjum "þægilegum" blóraböggli í útlöndum?

Gagnrýni mín (og hún var kannski ekki nógu skýr í færslu minni) var fyrst og fremst beint að þeim stíl, þeim hætti, sem hafður er á "mótmælunum". Hann byggir á þjóðrembu og ímynd í stað málefna, í stað þess að leita raunverulegra ástæðna, í stað ítarlegs krufnings á orsökum.

"ókunn":

Stjórnvöld nota þá löggjöf sem þeim stendur til boða. Líklega hentaði þessi löggjöf þeim betur en önnur. Þó þetta sé "hryðjuverkalöggjöf" þá þýðir ekki að tilgangi hennar sé einvörðungu beint gegn hryðjuverkamönnum eða að Gordon Brown hafi með þessu viljað stimpla Íslendinga sem hryðjuverkamenn. Og af hverju er athyglinni einungis beint gegn notkun laganna gagnvart Íslandi/íslendingum? Ætti hér ekki að stoppa við og spyrja sig hvort svona löggjöf sé yfir höfuð æskileg? athuga hvort og þá hvernig þessi löggjöf hefur verið notuð gegn öðrum? Er svona löggjöf á Íslandi? Hvernig hefur henni verið beitt? Gegn hverjum? Nú er tíminn til að endurskoða ráðandi stjórnkerfi í heild sinni, efnahagslega, stjórnmálalega, samfélagslega. Ekki bara móðgast og byrja að væla í Gordon Brown.

Sigurður Þorsteinsson:

Komment þitt er óskiljanlegt. Er færslan mín "léleg aulafyndni?" Ef svo er, þá ert þú með undarlega kímnigáfu því mér er svo sannarlega ekki spé í huga. 

Vilhelm Vilhelmsson, 29.10.2008 kl. 21:01

12 identicon

Ég held að sagnfræði nemi ætti að leggja eitthvað meira til málana en svona aula hátt, sýndu virðingu og skammast þú þín.

Birgir Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:03

13 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Fyrir utan það að þessum lögum var ekkert beitt á Ísland eða Íslendinga heldur fyrirtæki á Íslandi sem hét Landsbankinn.

Hvað erlenda viðskiptavini varðar... ég er einmitt í miklum samskiptum við erlenda viðskipta vini míns fyrirtækis og það hefur nýst mér LANGbest í samskiptum við þá að sýna smá auðmýkt.... maður nær miklu lengra með auðmýkt og kurteisi heldur en þjóðrembu, hroka og yfirlæti. Þessi þrjú atriði sem eru OF einkennandi fyrir þessa þjóð kristallast nefnilega í þessari "herferð". Það er mín skoðun.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 29.10.2008 kl. 21:15

14 Smámynd: Vilhelm Vilhelmsson

Jón Þórisson:

Ef allar viðræður gengu svona vel, af hverju í ósköpunum voru bretar þá að setja þessi lög á þegar það myndi bara valda vandræðum, eins og ljóst er orðið?

Svalur:

Herferðin einkennist af þjóðrembu. Öll tákn klassískrar íslenskrar þjóðrembu eru nýtt á þessum ljósmyndum sem virðist vera aðaluppistaða herferðarinnar.

Einar Vignir:

Takk fyrir málefnalegt komment. Nato-aðildin er mál sem ég ætla ekki einu sinni að fara út í hér því það yrði efni í metralangar rifrildafærslur. Í stuttu máli sagt, Ísland á þar ekki heima (mitt álit, eins og ég segi, það rifrildi má bíða seinni tíma). Í öðru lagi, eins og ég hef nefnt hér áður, þá tel ég að hryðjuverkalöggjöf yfir höfuð sé eitthvað sem ætti að endurskoða.

Eggert:

Ég legg til að þú temjir þér kurteisi og málefnalega umræðu.

Vilhelm Vilhelmsson, 29.10.2008 kl. 21:15

15 identicon

Er bara alls ekki sammála þér, en endilega leggðu þitt að mörkum og sýndu okkur hvernig á að fara að því að styrkja ímyndina. Hryðjuverkamenn líta allavega út, en bretar vita ósköp vel að héðan eru engar vopnaðar sveitir sem sendar út til árása á aðrar þjóðir.

haha (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:21

16 identicon

Gaman að sjá að það er einhver þarna úti sem er jafnvel viðkvæmari en ég fyrir íslenskri þjóðrembu ;-)

Alda Berglind (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:34

17 identicon

Vilhelm. Ég legg til að þú kynnir þér aðeins betur hvað þessi undirskriftarsöfnun og mótmæli ganga út á. Þ.e.a.s. hvert inntak þeirra sé.

Nú byrjar þú strax á því í þínu upphafsinnleggi að ýjja að því hvað við hefðum gert undir svipuðum kringumstæðum. Hefði aðferðarfræðin orðið sú sama að beita hryðjuverkarlögum gagnvart öðru þjóðríki á þessum forsendum. Þessutan gefurðu það í skyn að fólk láti sér á sama standa um íslenska orsakavalda einsog stjórnvöld og fjármálamenn og sé bara fókusérað á Gordon Brown.

Ef þetta er ekki þvæla af þinni hálfu og virðingarleysi gagnvart þeim 60000 þúsundum sem hafa skrifað undir síðast þegar ég vissi þá veit ég ekki hvað.

Þú stendur kannski í þeirri trú að þú sért málefnalegur en fáðu einhvern þér nákominn til að rýna textann fyrir þig og og leiða þér fyrir sjónir hvaða þvælu þú ert að bera hér á borð.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:41

18 identicon

Þú segir:

"orðræðan sem notuð er ("Do we look like terrorists?" o.s.frv.) gefa til kynna að terrorista sé hægt að þekkja á útliti, sem gefur aftur til kynna að einungis "litaðir" einstaklingar (lesist: múslimar) séu hryðjuverkamenn, að hvítt fólk með ljóst hár geti ekki verið terroristar."

Getur sumsé hvítt fólk með ljóst hár ekki verið múslimar? Þetta er frekar rasismi.

Annars skildi ég þetta ekki sem svo, þegar ég skoðaði myndirnar, að verið væri að tala þarna um húðlit eða trú, heldur hvort viðkomandi væri ógnvænlegur á að líta.

Viðbrögð úti við þessari síðu hafa verið mjög jákvæð, samkvæmt öllu því sem ég hef heyrt, og því get ég ekki séð neitt slæmt við þetta, enda er ekkert að því að standa upp fyrir rétti sínum á friðsamlegan hátt.

Þetta er allavega mín skoðun. 

Fríða (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:49

19 identicon

Ég er sammála þér Vilhelm. Svo virðist sem sannleikurinn sé sagna sárastur.

Nr. 1. hvenær kölluðu / stimpluðu bresk stjórnvöld íslenskan almenning hryðjuverkamenn?

Nr. 2. ef þú ætlar að benda á "með hryðjuverkalöggjöfinni" þá ættla ég rétt að vona að þú sért að tala um "Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001". Ef svo er, endilega bentu mér á hversu mikið er talað um að umrædd ákvæði falli einungis undir "hryðjuverkastarfsemi"... endilega renniði yfir þetta og bendið mér á hvar hryðjuverk kemur fram undir því ákvæði sem var notað gegn Landsbankanum.
Mörg ákvæði í umræddri löggjöf snúa beint að forvörnum gegn hryðjuverkastarfsemi en önnur snúast einungis almennt um öryggi bresk almennings gagnvart hvaða ógnun sem er s.s. um leyfi ráðherra að gera reglugerðir um öryggisatriði í kjarnorkuverum.

Nr. 3. Afhverju teljast "ÍSLENDINGAR" þá sem hryðjuverkamenn?

Vel má vera að umræddri löggjöf hafi ekki verið beitt með löglegum hætti. Landsbankinn á þá án nokkurs efa færi á að leita skaðabóta frá breskum yfirvöldum, í kjölfarið ættu Kaupthing og jafnvel íslenska ríkið möguleika á að láta reyna réttarstöðu sína fyrir dómstólum.
Dómstólar einir geta dæmt um þetta, en væri þessi undirskriftasöfnun ekki svolítið kjánaleg ef svo kæmi í ljós á breska ríkið hefði verið í fullum rétti með ákvörðunartöku sína?

Er ekki nær að líta í eigin barm áður en við horfum að sökudólgum annarstaðar. Hvað olli því að íslenskt fjármálakerfi var jafn viðkvæmt og raun bar vitni? Var það breskum stjórnvöldum að kenna?
Ef háhýsi er byggt á sandi og svo kemur vont veður og húsið hrynur. Er það þeim sem byggði háhýsið (á sandi) eða veðrinu að kenna?

Palli (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:55

20 identicon

Ég kom nú aðeins að þessari síðu, fyrst til að svara Jóhanni Þresti hérna efst þá veit ég ekki til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé að sponsora þetta framtak. Hann kom þessu a.m.k. ekki á laggirnar og borgaði ekki fyrir vefinn á nokkurn hátt. Þvert á móti var þetta allt gert í sjálfboðavinnu og eins hafa ýmis fyrirtæki hjálpað heilmikið.

Aðeins með viðbrögð Bretanna; það er fyllilega skiljanlegt að Bretar séu gramir út í Landsbankann og Íslendinga og þeir hafa fullan rétt á því að bregðast við til að vernda sína þegna og sinn ríkissjóð. Málið er bara að þessi misnotkun á hryðjuverkalögum er algjörlega ólíðandi og hefur haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér fyrir íslensk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Bretlandi og víðar - breskir bankar vilja ekki eiga í viðskiptum við þau, innistæður alls ótengdar bönkunum hafa verið frystar o.s.frv.
Og er virkilega eðlilegt að líta svo á að gjaldþrot banka, eins slæmt og það nú er, hafi eitthvað með hryðjuverk að gera? (Og ef út í það er farið er þetta nú ekki eina dæmið um misnotkun á hryðjuverkalögunum í Bretlandi sem sýnir hvað beiting þeirra hefur verið algjörlega út í hött, sjá t.d. hér og hér.)
Enda eru margir Bretar sammála okkur um hryðjuverkalögin, meira að segja ýmsir sem hafa tapað peningum í bankahruninu okkar.

Í sambandi við að framtakið litist af "öfgakenndri þjóðernishyggju" og "rasisma" þá er það ekki rétt. Ef þú ert að tala um myndirnar þá sýnist mér að margar "Do I look like a terrorist" myndirnar séu ekki lengur á vefnum og það er einmitt afþví þær gætu valdið misskilningi líkt og hér er á ferðinni þótt hugurinn á bakvið hafi verið saklaus.
En ertu kannski með eitthvað annað dæmi um "öfgakennda þjóðernishyggju" og "rasisma" á síðunni? 

Og loks; þótt við mótmælum framferði bresku ríkisstjórnarinnar útilokar það ekkert að við leysum vandamálin hér heima fyrir. Kannski er þessi kreppa alfarið okkur sjálfum að kenna; íslensku bönkunum, Seðlankanum og ríkisstjórninni en þótt svo væri afsakar það engan veginn gjörðir breskra stjórnvalda.

Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:09

21 identicon

öhh drlllllllll ég á frænda sem er eins og þú!!!

Gísli (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:09

22 Smámynd: Vilhelm Vilhelmsson

Birgir Gunnarsson:

Hvað hefur nám mitt í sagnfræði með færslu mína að gera? En vinsamlegast útskýrðu fyrir mér á hvaða hátt færslan er "aulaleg", fyrir hvað ég eigi að "skammast mín" og nákvæmlega hverjum ég á að sýna virðingu. Þá kannski get ég svarað þér.

Eggert:

Takk fyrir svarið. Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér ítarlega út á hvað undirskriftasöfnunin gengur út á (og skal gera það nú á eftir), mín komment eru byggð á því hvernig ég sé þessi mótmæli indefence.is þegar ég opna fyrir fréttir o.þ.h. og í fljótu bragði sé ég fátt annað en nýtingu klisjukenndra þjóðernistákna fyrir málstað sem er óljós og með enn óljósari markmið. Ég verð bara einfaldlega að segja að ég fæ klígju af því þjóðernislega yfirbragði sem liggur yfir mótmælunum. Og ég fer ekki ofan af því að sama þjóðremba hefði komið upp hefðu kringstæðurnar verið eins og ég lýsti í upphafsinnleggi mínu. Eftir því sem ég fæ best séð (sem er hugsanlega takmörkuð sýn vegna þess að ég er búsettur í Danmörku en ekki á Íslandi eins og er) er hvatinn á bak við stóran hluta þessara mótmæla að "fegra ímynd íslendinga" en ekki leysa nein efnahagsleg og stjórnmálaleg vandamál.Fólk einfaldlega móðgaðist og viðbrögðin eru eftir því. Sú aðdróttun mín að fólk láti sér standa á sama um innlenda orsakavalda var líklega yfirdrifin og verður endurskoðuð hérmeð. En að sama skapi leyfi ég mér að spyrja, hvar eru þessi 60.000 manns þegar mótmæli eru haldin heima, gegn innlendum orsakavöldum?

Ég get ekki séð neitt virðingarleysi í færslu minni gagnvart þessu fólki. Ég man ekki betur en ég hafi sérstaklega tekið fram "forsvarsmenn" framtaksins, ekki þáttakendur, í mínum kommentum. Eina kommentið sem gæti túlkast sem að vera beint gegn "almenningi" er spurning mín um hvort þjóðremban hafi blindað íslendinga. Við þá spurningu stend ég. Ég sé ekkert virðingarleysi í því að vera hugmyndafræðilega á öndverðum meiði við annað fólk og að láta það vita af því, að velta fyrir sér almennum spurningum á þennan veg.

Málefnalegheit eru að kalla fólk ekki nöfnum, tala ekki niðrandi um og til þeirra sem maður á í rökræðum við, vera opinn fyrir gagnrýni úr öllum áttum og taka henni án skítkasts, vera kurteis. Það þýðir ekki að maður eigi að sleppa harðri gagnrýni sem hugsanlega snertir fólk náið, hunsa að snerta viðkvæma strengi eða halda aftur af skoðunum sínum, óháð því hvort þær séu réttar eða rangar, barnalegar eða aulalegar. Ég tel mig því hafa verið málefnalegan að öllu leiti. Og þér ferst að tala um málefnalegheit og vísa ég hér í fyrsta kommentið þitt hér. Aðdróttanir þínar um hæfni mína til sagnfræðináms voru ekki bara móðgandi heldur gjörsamlega teknar úr lausu lofti (og sýna, að ég held, vanþekkingu þína á því hvað er innifalið í sagnfræði sem fræðigrein).

Vilhelm Vilhelmsson, 29.10.2008 kl. 22:16

23 identicon

Jæja svona rétt áður en maður fer í háttinn þá væri kannski réttast að biðjast afsökunar á þessu orðalagi mínu því það var víst bæði niðrandi og dónalegt. Hafðu það gott í Danmörku Vihelm. Get verið sammála þér með það hvar þessir 60000 þúsund einstaklingar séu þegar kemur að mótmælum gegn rumpulýðnum hérna heima fyrir en svona er þetta bara. Góða nótt.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:34

24 Smámynd: Vilhelm Vilhelmsson

Alltaf gott að enda rökræður á jákvæðu nótunum. Sofðu rótt. :)

Vilhelm Vilhelmsson, 29.10.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband